Lestur

Ágætur vinur minn sem starfar sem prestur í Texas í BNA, ákvað nýverið að lesa í gegnum Biblíuna á tveimur árum og blogga um það sem hann les. Hann nálgast textann ekki endilega á fræðilegum nótum, heldur einfaldlega skrifar þær hugsanir sem koma upp við lesturinn. Mér finnst hugmyndin frábær, hún kallar á aga í reglulegum Biblíulestri og getur hjálpað til við að glíma við texta sem e.t.v. eru misþægilegir aflestrar. Nick bendir á að þegar lestri alls ritsins lýkur sé líkast til komin tími til að byrja upp á nýtt og sjá hvernig hugsanir hans hafa mótast yfir tíma.

Ég hef því sett upp á iSpeculate.net flokkinn “Lestur” sem fyrsta skrefið í því að feta í fótspor Nick. Ég hyggst skrifa viðbrögð mín við lestrinum á íslensku og stefni að því að skrifa reglulega (að því gefnu að ég gefi mér tíma til að lesa reglulega). Líkt og Nick hyggst ég ekki leggja ofuráherslu á fræðilega nálgun. Þá mun ég ekki lesa rit Biblíunnar í þeirri röð sem þau birtast, heldur taka fyrir eitt rit í senn, næstum af handahófi.

About these ads
Lestur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s